Kalkúnninn og sósan

Uppskrift

Hráefni

7,5 kg kalkúnn með innmat
2 msk. saxað ferskt timían (eða 2 tsk. mulið þurrkað)
1 msk. söxuð fersk salvía (eða 1 tsk. mulin þurrkuð)

Sósa
12 stór hvítlauksrif, kramin með hnífsblaði
60 ml þurrt hvítvín (ekki nauðsynlegt)
1 laukur, afhýddur og skorinn í fjóra hluta
2 gulrætur, afhýddar og sneiddar
2 sellerístilkar með laufum, gróft saxaðir
960 ml saltlaust kjúklingasoð
2 steinseljustilkar
1 lárviðarlauf
60 ml þurrt rauðvín
salt (ekki nauðsynlegt) og nýmalaður pipar

Aðferð

1. Setjið ofngrindina í lægstu stöðu og hitið ofninn upp í 160°C.
2. Hreinsið innan úr fuglinum og geymið innmatinn og hálsinn fyrir sósuna. Fjarlægið alla fitu af fuglinum. Þvoið kalkúninn og þurrkið með bréfþurrkum.
3. Blandið saman timían og salvíu og kryddið fuglinn.
4. Setjið kalkúninn á ofngrindina í stórum steikingarpotti. Komið hvítlauknum fyrir inni í fuglinum. Breiðið lauslega yfir kalkúninn með álfilmu.
5. Steikið fuglinn (snúið bringunni upp) í þrjár og hálfa klst. eða þar til kjöthitamælir sýnir 72°C þegar stungið er í þykkasta hluta bringunnar. Penslið fuglinn nokkrum sinnum í lok steikingartímans með víni ef það er notað.
6. Hreinsið hálsinn og innmatinn. Skinnið er tekið af hálsinum, svo og öll fita.
7. Setjið hálsinn og innmatinn í stóran pott með lauk, gulrótum, selleríi, kjúklingasoði, steinseljustilkum og lárviðarlaufi.
8. Þegar suðan kemur upp er dregið úr hitanum og látið krauma í u.þ.b. 30 mín.
9. Takið hálsinn, innmatinn, steinseljustilkana og lárviðarlaufið úr pottinum. Síið soðið og grænmetið með fínu sigti og reynið að koma sem mestu af grænmetinu í gegnum það (u.þ.b. 600 ml ættu að nást af soði). Kælið vökvann þar til hann er notaður.
10. Þegar kalkúnninn er tilbúinn er hann tekinn úr ofninum og komið fyrir á skurðarbretti. Fjarlægið hvítlaukinn, kreistið hann í litla skál og geymið. Leggið álfilmu yfir kalkúninn og látið bíða í 20-30 mín. áður en hann er skorinn.
11. Á meðan kalkúnninn kólnar er soðið í steikarpottinum síað með fínu sigti og sett í frostþolna skál. Hún er sett í frysti í tíu mín. svo fitan skilji sig og storkni.
12. Setjið rauðvínið og 2 msk. af innmatarsoðinu í pott og eldið við miðlungshita. Færið yfir á pönnu.
13. Takið soðið sem var í frystinum og fjarlægið alla fitu. Bætið því út á pönnuna. Látið sjóða og bætið hvítlauknum út í. Dragið úr hitanum og látið krauma í 10 mín. eða þar til sósan hefur þykknað nokkuð. Bragðið og bætið við salti (ef það er notað) og pipar ef þurfa þykir.
14. Skerið kalkúninn og takið af honum skinnið. Setjið á fat, hellið sósunni í sósuskál og berið fram.