Jólarauðkál á pönnu

Uppskrift

Fyrir 4-6

Hráefni

  • 1 rauðkálshaus, meðalstór
  • smjör
  • balsamikedik
  • hlynsíróp
  • Ribena sólberjasafi
  • salt

Aðferð

1. Skerið niður í smátt einn meðalstóran rauðkálshaus.
2. Mýkið í smjöri á pönnu í nokkrar mín.
3. Bætið síðan við skvettu af balsamikediki, hlynsírópi og sólberjasafa.
4. Setjið örlítið salt út í og smakkið til.