Gamaldags brauðfylling í formi

Uppskrift

Hráefni

50 g olía
5 sellerístilkar með laufum, saxaðir
1 laukur, saxaður
1 tsk. mulið þurrt timían
1 tsk. mulin þurr salvía1 tsk. salt (ekki nauðsynlegt)
1/4 tsk. nýmalaður pipar
1 kg franskbrauð, skorið í sneiðar
20 g söxuð steinselja
700 ml kjúklingasoð

Aðferð

1. Hitið ofninn upp í 160°C.
2. Hitið olíuna  á pönnu. Setjið sellerí og lauk út í. Mýkið á pönnunni  í 10 mín.   Hrærið timían, salvíu, salti (ef notað) og pipar út í. Leggið til hliðar.
3. Setjið brauðsneiðarnar á bökunarpappír og ristið þær örlítið á báðum hliðum. Brjótið brauðið í mola á stærð við munnbita.
4. Blandið brauðinu saman við grænmetisblönduna.  Þetta má útbúa daginn áður.
5. Hitið soðið í potti og látið krauma.
6. Setjið blönduna í stóra skál. Hellið heitu soðinu út á og hrærið þar til brauðið er orðið mjúkt.
7. Setjið blönduna í bökunarform. Setjið álfilmu yfir og bakið í 30 mín. Takið þá filmuna af og bakið í 15-20 mín. eða þar til blandan er orðin ljósbrún og gegnheit.