Hversu stóran fugl þarf ég?

Algeng spurning

Kalkúnar eru vinsælir á veisluborðum hér á landi og henta mjög vel þar sem margir eru í mat. Kalkúnar frá Reykjabúinu fást á bilinu frá 3 upp í rúmlega 12 kg, en algengasta stærðin er þó um 5-6 kg. Einn vænn kalkúnn getur dugað fyrir allt að 20-24 manns.

Ef miðað er við heilan fugl má áætla að hvert kg nægi fyrir a.m.k. tvo til þrjá fullorðna einstaklinga. Margir vilja þó hafa ríflegt af kalkún til þess að eiga afganga í máltíð daginn eftir. Kalkúnn hefur þá sérstöðu að vera mjög kjötmikill og hlutfall beina á móti kjöti er frekar lágt.