Heimaverslun

 

Á Reykjum höfum við opið síðdegis
alla miðvikudaga og fimmtudaga, kl. 16:00 til 18:30. 

 

Opnunartími:

Miðvikudaga 16:00 - 18:30
Fimmtudaga 16:00 - 18:30

 

Þar fæst hvort tveggja ferskt og frosið kjöt; heilir kalkúnar, bringur, hakk, strimlar, álegg o.fl. Við látum vinna allt kjöt fyrir okkur hjá viðurkenndum íslenskum kjötvinnsluaðilum.

Allar vörur í heimaversluninni eru sérmerktar Kalkúnninn okkar. Þannig er lögð áhersla á að allar okkar vörur eru úr íslensku hráefni, kalkún sem ræktaður er af Reykjabúinu. Allar pakkningar eru merktar með rekjanleikanúmeri búsins, þar sem sjá má úr hvaða eldishópi fuglinn kemur og í hvaða húsi hann hefur verið alinn.

Heimaverslunin

100% hreint kjöt -– Grænan línan 

Við leggjum sérstaka áherslu á vörulínu sem er hreint kjöt án allra íblöndunarefna. Þessar vörur eru sérmerktar Græna línan. Neytandinn getur treyst því að þessar vörur innihaldi ekki rotvarnarefni, viðbættan sykur, salt eða viðbættan vökva. Við finnum fyrir því að ört vaxandi hópur viðskiptavina leitar uppi slíkar vörur og Græna línan kemur til móts við þann hóp. Reykta kjötið okkar hefur vakið athygli fyrir það að engu aukavatni er sprautað í kjötið og sjávarsalt er notað í stað nítrítsalts. Í heimasölunni seljum við einnig stóra frosna heila kjúklinga frá Ísfugli, sem eru safaríkir og án allra aukaefna. Stefna okkar er að auka enn frekar vöruúrval í heimasölu og hafa hollustuna í fyrirrúmi.

Engin fúkkalyf

Við gefum fuglunum okkar engin fúkkalyf eins og mikið er gert í kalkúnaeldi víða á meginlandi Evrópu. Við gætum sérstaklega að hreinlæti og góðri umgengni hjá fuglunum, en stöðugt aðgengi þeirra að góðu fóðri og hreinu neysluvatni er nauðsynlegt.

Ekkert „umbúðabruðl“

Við leggjum áherslu á að bruðla ekki með umbúðir og pökkum því eingöngu í lofttæmdar umbúðir. Við notum enga plastbakka undir vörur Grænu línunnar. Við bjóðum viðskiptavinum okkar maíspoka undir vörurnar og þannig leggjum við okkar af mörkum í umhverfismálum, en Reykjabúið hefur þá stefnu í umhverfis- og gæðamálum að starfa í sátt við náttúru og nærumhverfi. Eins og allir vita er plast mikill mengunarvaldur í heiminum og margt smátt gerir eitt stórt.

Skráargatið   –– góð samsetning næringarefna

Stór hluti af kalkúnavörum okkar uppfyllir skilyrði samnorræna merkisins Skráargatsins um minni og hollari fitu, minni sykur og minna salt en í öðrum vörum í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrðin. Skráargatsmerkingunni er ætlað að auðvelda neytendum að velja þá vöru sem uppfyllir skilyrði um góða samsetningu næringarefna.

GóÐ ráð um hráefni og matreiðslu

Við veitum fúslega allar faglegar ráðleggingar um hráefnið og eldamennsku í heimaversluninni og hér á vefnum. Á vefnum er einnig að finna fjölda girnilegra uppskrifta sem sannreyndar eru af sælkerum og kokkum.

Vörurnar okkar

Græna Línan

Við bjóðum upp á vörulínu sem er hreint kjöt án allra íblöndunarefna. Þessar vörur eru sérmerktar Græna línan í heimaversluninni. Neytandinn getur treyst því að þessar vörur innihaldi ekki rotvarnarefni, viðbættan sykur, salt eða vökva.

Heill kalkúnn 100%

Innihald: Kalkúnakjöt.

Kalkúnabringa 100%

Innihald: Kalkúnabringa, beinlaus með skinni.

Kalkúnalæri 100%

Innihald: Kalkúnalæri með skinni og beini.

kalkúnaleggir 100%

Innihald: Kalkúnaleggir með skinni og beini.

Kalkúnavængir 100%

Innihald: Kalkúnavængir með skinni.

Kalkúnasnitzel 100%

Innihald: Kalkúnalæri án skinns.

Kalkúnahakk 100%

Innihald: Kalkúnakjöt.

Kalkúnahamborgarar 100%

Innihald: Heill kalkúnn með skinni.

Kalkúnastrimlar 100%

Innihald: Kalkúnalæri án skinns.

Reykt kalkúnakjöt

Reykta kjötið okkar hefur vakið athygli fyrir það að í stað nítrítsalts er notað sjávarsalt. Enginn viðbættur sykur,vatn eða E-efni eru sett í kjötið við reykingu.

Að elda reykt kalkúnakjöt

Gætið vel að suðutíma reykta kjötsins. Miðað er við að sjóða kjötið einungis í 20 mín./kg og láta það síðan standa í aðrar 20 mín. í soðinu eftir að potturinn hefur verið tekinn af hellunni. Einnig má elda kjötið í lokuðum ofnpotti með örlitlu vatni og skal miða við sama eldunartíma. Kjötið er magurt og enginn viðbótarvökvi er í því, svo það þolir ekki mikla suðu. Kjötið getur hæglega þornað við ofeldun. Best er að nota kjöthitamæli og miða við kjarnhitann 70°C.

Reykt kalkúnabringa

Innihald: Kalkúnabringa, >3g/kg sjávarsalt.

Reykt kalkúnalæri

Innihald: Kalkúnalæri, >3g/kg sjávarsalt.

Reyktir kalkúnaleggir

Innihald: Kalkúnaleggir með skinni, >3g/kg sjávarsalt.

Aðrar Vörur

Kalkúnabringur eru alltaf vinsælar hjá okkur og henta vel til steikingar og á grillið.

Kryddaðir lærabitar eru vinsælir á grillið – eða í ofninn þegar ekki viðrar fyrir grill.

Kryddað kalkúnaskip er hægt að panta fyrir hátíðar.

Eldaðar bollur og naggar er selt sem frystivara og er gott að eiga þegar við viljum hafa lítið fyrir eldamennskunni. Hentar vel fyrir smáfólkið á heimilinu. Naggarnir innihalda 90% kjöt, sem er óvenjuhátt hlutfall miðað við unna kjötvöru. 

 

Kalkúnabringa

Innihald: Kalkúnabringa (91%), vatn, salt, glúkósasíróp, sýrustillir (E500), rotvarnarefni (E262), bragðefni, krydd.

Kalkúnasneiðar, French garden

Innihald: Kalkúnalæri (84%), vatn, salt, glúkósasíróp, sýrustillir (E500), rotvarnarefni (E262), bragðefni, krydd, marinering (repju- og pálmafita (hert að hluta), salt, krydd, dextrósi, jurtaprótein, bragðaukandi efni (E621), bragðefni).

Kalkúnasneiðar með lemongrasi

Innihald: Kalkúnalæri (97%), vatn, salt, glúkósasíróp, sýrustillir (E500), rotvarnarefni (E262), bragðefni, krydd), sítrónumarinering (pálma-, kókos- og repjuolía, salt, krydd, laukur, ger, hvítlaukur, jurtir, sítrónubörkur, sítrónugras, kryddþykkni).

Kalkúnasneiðar, indverskar

Innihald: Kalkúnalæri (84%), vatn, salt, glúkósasíróp, sýrustillir (E500), rotvarnarefni (E262), bragðefni, krydd, marinering (repjuolía, krydd, salt, bragðefni, repju- og pálmafeiti, sykur, bragðaukandi efni (E621), litarefni (E160a)).

Kalkúnaskip að amerískum hætti

Innihald: Kalkúnabringa (87%), jurtafita, beikonbragðefni (hveiti), salt, laukur, tómatar, sykur, hvítlauksduft, paprika, steinselja, krydd, reykbragðefni, litarefni (E150a).

Kalkúnabollur

Innihald: Kalkúnahakk (69%), sojamjöl, laukur, vatn, repjuolía, kartöflumjöl, salt, sojaprótein, krydd. 

Kalkúnanaggar

Innihald: Kalkúnakjöt (90%), vatn, salt, sykur, bindiefni (E450, E1442). Brauðhjúpur: Vatn, hveiti, kartöflumjöl, salt, egg, jurtaolía, krydd, þráavarnarefni (E300).

Aðrir Sölustaðir

Heilir kalkúnar

Fyrir hátíðir á borð við jól og páska fást heilir Holdakalkúnar í öllum helstu matvöruverslunum. Lista yfir sölustaði er að finna á vef Ísfugls. Stærstu fuglarnir eru þó ekki alltaf til í verslunum og því gæti þurft að panta 8-12 kg fugla sérstaklega. Hægt er að panta heila kalkúna hjá verslunum allt árið um kring.

Kalkúnaafurðir 

Kjötvinnsla Ísfugls vinnur og selur kalkúnaafurðir og selur til verslana. Á vef Ísfugls er að finna margar spennandi kalkúnauppskriftir – og einnig hér á vefnum.